Fréttir

Nýjar samþykktir staðfestar - lækkun réttinda í Aldursdeild

22.09.2024
Nýjar samþykktir Lífeyrissjóðs bankamanna voru staðfestar af Fjármála- og efnahagsráðuneytinu 20. september 2024 og hafa því tekið gildi.  Um er að ræða eftirtaldar breytingar sem samþykktar voru á ársfundi sjóðsins þann 29. maí sl. og samþykktar hafa verið af aðildarfyrirtækjum í samræmi við 7. grein samþykkta:

Lesa meira

Niðurstöður ársfundar 2024

30.05.2024
Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Hótel Reykjavík Grand þann 29. maí síðastliðinn  og hófst hann kl. 17:00. Fundarstjóri var kjörinn Hinrik Greipsson og ritari fundarins var Pálmi Rögnvaldsson.

Lesa meira

Ársfundur 2024 - beint streymi

28.05.2024
Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna hefst miðvikudaginn 29. maí  kl. 17:00 á Hótel Reykjavík Grand, Sigtúni 28.

Hægt verður að fylgjast með fundinum gegnum vefstreymi með því að smella hér.

Stjórnarkjör fer fram fram rafrænt og lýkur kl. 17:00 í dag, þriðjudaginn 28. maí.

Allar nánari upplýsingar um ársfundinn má finna hér.

Lesa meira

Frambjóðendur til stjórnar í rafrænu stjórnarkjöri 2024

16.05.2024
Framboðsfresti til aðalstjórnar Lífeyrissjóðs bankamanna lauk 15. maí sl. og bárust sex  gild framboð innan frestsins, fjögurra karla og tveggja kvenna.

Rafræn kosning þriggja stjórnarmanna til aðalstjórnar hefst á vef sjóðsins kl. 17:00 miðvikudaginn 22. maí 2024 og stendur yfir til kl. 17:00 þriðjudaginn 28. maí 2024.

Lesa meira

Jákvæð raunávöxtun í krefjandi umhverfi

24.04.2024
Hrein eign Lífeyrissjóðs bankamanna nam 110,5 milljörðum króna í lok árs 2023 og hækkaði um 7,8 milljarða króna milli ára. Hrein nafnávöxtun Aldursdeildar var 9,8% á árinu 2023 sem samsvarar 1,7% raunávöxtun. Hjá Hlutfallsdeild var hrein nafnávöxtun 10,3% á árinu 2023 sem samsvarar 2,1% raunávöxtun.

Lesa meira

Ársfundur 2024 og rafrænt stjórnarkjör

25.04.2024
Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 29. maí næstkomandi kl. 17:00 á Hótel Reykjavík Grand, Sigtúni 28. Vakin er athygli á að viku fyrir ársfund fer fram rafræn kosning þriggja stjórnarmanna og skulu tilkynningar um framboð, ásamt upplýsingum um starfsferil, berast skriflega til skrifstofu sjóðsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir ársfund skv. 2. grein samþykkta sjóðsins. Verða frambjóðendur kynntir á heimasíðu sjóðsins eftir að framboðsfresti lýkur þann 15. maí.

Lesa meira

Frumvarp um slit ÍL-sjóðs ávísun á langvarandi málaferli

21.11.2023
Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um slit ÍL-sjóðs felur í sér viðurkenningu á rétti skuldabréfaeigenda til vaxta af íbúðabréfum allt til lokagjalddaga og ábyrgð ríkisins á þeim. Felst í þessu grundvallarbreyting á afstöðu ráðherrans frá því sem verið hefur. Frumvarpið myndi hins vegar vera fjarri því að ná yfirlýstum markmiðum sínum yrði það að lögum. Það myndi að öllum líkindum auka við fjárútgjöld ríkisins, raska jafnvægi á fjármálamarkaði, skapa áratuga óvissu um uppgjör á skuldbindingum ÍL-sjóðs og skaða orðspor ríkisins. Lögin myndu því beinlínis stríða gegn þeim markmiðum sem að er stefnt.

Lesa meira

Nýjar samþykktir staðfestar - breytt réttindi í Hlutfallsdeild frá 1. desember

17.11.2023
Nýjar samþykktir Lífeyrissjóðs bankamanna hafa verið staðfestar af Fjármála- og efnahagsráðherra. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  1. Lækkun á árlegum réttindastuðli Hlutfallsdeildar úr 1,82% í 1,62% og hámarks eftirlaunahlutfalli úr 72,8% í 64,8% samsvarar um 11% lækkun á lífeyrisréttindum í Hlutfallsdeild. Breytingin tekur gildi 1. desember 2023.
  2. Breyting á viðmiðunaraldri í Aldursdeild til útreiknings á lágmarkstryggingarvernd sem hækkar úr 67 árum í 70. Eftir sem áður er hægt að hefja lífeyristöku hvenær sem er frá 65 ára aldri og er ávinnslutöflum og flýtingar- og frestunartöflum breytt þannig að réttindi haldast nær óbreytt. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2024.
  3. Heimild sett inn í samþykktir til að framkvæma stjórnarkjör með rafrænum hætti. (2. gr. samþykkta)
Lesa meira

Breytingum á iðgjaldaákvæðum Aldursdeildar hafnað af aðildarfyrirtækjum

11.09.2023
Fyrir liggur afstaða meirihluta stjórna aðildarfyrirtækja Lífeyrissjóðs bankamanna til þeirra 6 tillagna til samþykktarbreytinga sem samþykktar voru á ársfundi sjóðsins þann 24. maí síðastliðinn.

Tillögur 1 og 2 varðandi lækkun hlutfalls eftirlauna og réttindastuðuls í  Hlutfallsdeild voru staðfestar.

Tillaga 6 um rafrænt stjórnarkjör var staðfest.

Tillögum 3-5 um hækkun iðgjalds til Aldursdeildar var hinsvegar hafnað.

Lesa meira

Niðurstaða ársfundar 2023

25.05.2023
Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Hótel Reykjavík Grand þann 24. maí síðastliðinn  og hófst hann kl. 17:00. Fundarstjóri var kjörinn Hinrik Greipsson og ritari fundarins var Pálmi Rögnvaldsson.

Lesa meira

Óheimil áform ríkisins baka því skaðabótaskyldu

12.05.2023
Áform fjármála- og efnahagsráðherra um lagasetningu er varðar slit og uppgjör á ÍL-sjóði byggja á ófullnægjandi greiningu á lagalegum og fjárhagslegum þáttum og fela í sér tilraun til að sniðganga fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins. Fyrirhuguð löggjöf fæli í sér eignarnám, væri andstæð stjórnarskrá og til þess fallin að baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu sem kynni að hafa í för með sér veruleg viðbótarfjárútlát af hálfu ríkissjóðs í formi dráttarvaxta og kostnaðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í athugasemdum tuttugu lífeyrissjóða við áformaskjal ráðherra sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda.

Lesa meira

Tillögur til breytinga á samþykktum fyrir ársfund 2023

14.05.2023
Fyrirliggjandi eru tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs bankamanna fyrir ársfund sem haldinn verður þann 24. maí 2023.

Lesa meira