Um makalífeyri
Í fyrstu "Reglugjörð fyrir Eftirlaunasjóð starfsmanna Landsbanka Íslands", sem undirrituð var 14. desember 1928 og tók gildi 1. janúar 1929 var í 10. grein fjallað um Ekkjustyrk. Þá var gengið út frá því að eftirlifandi maki væri kona, því að á þeim tíma störfuðu einungis karlmenn í Landsbankanum.
Eins og allir vita hefur þetta nú breyst og atvinnuþátttaka kvenna er ekki síst í bönkunum, þar sem meirihluti starfsmanna nú eru konur. á þeim árum sem liðið hafa frá stofnun sjóðsins hafa ýmsar breytingar orðið á reglugerð hans. Frá 1. janúar 1998 skiptist Lífeyrissjóður bankamanna í tvær aðskildar deildir, Hlutfallsdeild og Stigadeild, sem breyttist í Aldursdeild í ársbyrjun 2008. Töluverður munur er á greiðslum makalífeyris í þessum deildum. Hér fyrir neðan verður stiklað á stóru í hvorri deild fyrir sig. en nánar má lesa um makalífeyri í Samþykktum sjóðsins, 13. grein fyrir Hlutfallsdeild og 23. grein fyrir Stigadeild/Aldursdeild.