Fréttir

Afkoma í erfiðu umhverfi

21.04.2023
Hrein nafnávöxtun Aldursdeildar var 0,1% á árinu 2022 sem samsvarar 8,5% neikvæðri  raunávöxtun samanborið við 10,6% jákvæða raunávöxtun á árinu 2021. Hrein nafnávöxtun Hlutfallsdeildar var 7,2% á árinu 2022 sem samsvarar 2,0% neikvæðri raunávöxtun samanborið við jákvæða 4,3% raunávöxtun á árinu 2021.

Lesa meira

Landsréttur staðfestir dóm Héraðsdóms í máli Hlutfallsdeildar

24.03.2023
Landsréttur kvað í dag upp dóm í máli Hlutfallsdeildar Lífeyrissjóðs bankamanna gegn aðildarfélögum og íslenska ríkinu. Var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfestur og aðildarfyrirtækin og íslenska ríkið sýknað af  kröfum sjóðsins.

Lesa meira

Ekki forsendur fyrir samningaviðræðum vegna ÍL-sjóðs

18.12.2022
Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna tók þá ákvörðun á fundi sínum í vikunni að ekki sé grundvöllur fyrir viðræðum við Fjármála- og efnahagsráðuneytið um uppgjör íbúðabréfa á þeim forsendum sem lagt hefur verið upp með af hálfu ráðherra og byggt á þeim samningsmarkmiðum sem hann hefur kynnt. Í ljósi þeirra afdráttarlausu lögfræðiálita sem fram hafa komið telur stjórn það ekki samræmast umboðsskyldu sinni að taka þátt í samningaviðræðum á þeim grundvelli.

Lesa meira

Fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir niðurstöður

07.12.2022
Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, hefur í skriflegri álitsgerð komist að þeirri niðurstöðu að ráðagerð fjármála- og efnahagsráðherra sem birtast í skýrslu hans til Alþingis frá því í október sl. um möguleg slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs með lögum væri andstæð stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.

Lesa meira

Afar sterk lagaleg staða lífeyrissjóða vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs

23.11.2022
Fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs fer í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er meðal þess sem efnislega kemur fram í lögfræðiáliti LOGOS sem unnið var fyrir íslenska lífeyrissjóði og kynnt var á fundi þeirra fyrr í dag. Er í áliti LOGOS vitnað til þess að slíkt inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda sem færi í bága við stjórnarskrá og skapaði íslenska ríkinu bótaskyldu gagnvart skuldabréfaeigendum.

Lesa meira

Lífeyrissjóðir í samstarf vegna ÍL-sjóðs

11.11.2022
Flestir lífeyrissjóðir landsins hafa, í ljósi mikilla hagsmuna íslenskra sjóðfélaga, myndað sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að ríkið hafi ákveðið að grípa til aðgerða vegna stöðu sjóðsins, en stærstu eigendur skuldabréfa útgefnum af sjóðnum eru lífeyrissjóðir. Telja forsvarsmenn sjóðanna rétt að vinna saman í greiningu á stöðu sjóðanna vegna þessa. Hver og einn sjóður mun að endingu taka sjálfstæða ákvörðun um málið.

Lesa meira

Rafrænir launaseðlar

01.11.2022
Frá og með 1. nóvember verða rafrænir launaseðlar vegna lífeyrisgreiðslna aðeins aðgengilegir á sjóðfélagavef en ekki í heimabanka líkt og verið hefur.

Lesa meira

Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga Aldursdeildar – beint streymi

20.10.2022

Lesa meira

Niðurstöður ársfundar 2022

28.04.2022

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 27. apríl slíðastliðinn  og hófst hann kl. 17:00. 

Lesa meira

Ársfundur 2022 og stjórnarkjör

20.04.2022

Lesa meira

Frambjóðendur til stjórnar

19.04.2022
Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 27. aprí kl. 17:00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Lesa meira

Tillögur til breytinga á samþykktum fyrir ársfund 2022

19.04.2022
Fyrirliggjandi eru tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs bankamanna fyrir ársfund sjóðsins sem haldinn verður þann 27. apríl 2022. 

Lesa meira