28.05.2025

Niðurstaða ársfundar 2025

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Hótel Reykjavík Grand þann 27. maí síðastliðinn  og hófst hann kl. 17:00. Fundarstjóri var kjörinn Hinrik Greipsson og ritari fundarins var Pálmi Rögnvaldsson.

Sigurður Kári Tryggvason, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu þætti í starfsemi sjóðsins á síðasta ári.  Þá kynnti Tryggvi Tryggvason, framkvæmdastjóri sjóðsins, ársreikning 2024 og fjárfestingarstefnur beggja deilda. Jafnframt fór tryggingafræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, yfir tryggingafræðilega stöðu beggja deilda lífeyrissjóðsins.

Ekki var um að ræða breytingar á samþykktum að þessu sinni.

Nýjir skoðunarmenn sjóðsins voru kjörin þau Helga Jónsdóttir og Sigurjón Gunnarsson og voru Guðrúnu Antonsdóttur og Þorsteini Þorsteinssyni sem ekki gáfu kost á sér þökkuð farsæl og góð störf í þágu lífeyrissjóðsins um árabil.

Hér má skoða þær glærur sem farið var yfir á fundinum en hann var jafnframt sendur út í beinu vefstreymi.

Fundargerð fundarins er aðgengileg hér.

Til baka í fréttir