Um örorkulífeyri
Sjóðfélagi sem verður ófær um að gegna starfi sínu, að hluta til eða að öllu leyti, á rétt á örorkulífeyri, að undangengnu mati frá trúnaðarlækni sjóðsins.
Öryrkja sem sækir um lífeyri úr Lífeyrissjóði bankamanna er skylt að láta stjórn sjóðsins í té allar þær upplýsingar um heilsufar sitt, sem nauðsynlegar eru til að dæma rétt hans til örorkulífeyris.
Munur er á því hvort sjóðfélagi er í Hlutfallsdeild eða Aldursdeild. Hér fyrir neðan er úrdráttur úr samþykktum fyrir hvora deild, en nánar er hægt að lesa um örorkulífeyri Hlutfallsdeildar í grein 12. grein Samþykkta sjóðsins og Stigadeildar/Aldursdeildar í 21. grein Samþykktanna.
Hlutfallsdeild
Hver sjóðfélagi sem greitt hefur iðgjöld í Hlutfallsdeild sjóðsins í a.m.k. þrjú ár á síðustu fjórum árum og í sex mánuði á undangengnum tólf mánuðum á rétt á örorkulífeyri, ef trúnaðarlæknir sjóðsins metur örorkuna að minnsta kosti 10%. Séu þessi skilyrði uppfyllt, er hámark hins árlega örorkulífeyris jafnhátt ellilífeyri þeim er viðkomandi hefði öðlast rétt til ef hann hefði gengt stöðu sinni til 65 ára aldurs. Ef öryrkinn hefur ekki greitt til sjóðsins samkvæmt framansögðu, miðast örorkulífeyrir hans við áunnin rétt hans.
Örorkulífeyrir fellur niður við 65 ára aldur eða fyrr, þegar taka eftirlauna hefst.
Aldursdeild
Sjóðfélagi sem greitt hefur iðgjöld í Aldursdeild sjóðsins í a.m.k. tvö ár á rétt á örorkulífeyri ef tryggingayfirlæknir metur örorku hans er a.m.k. 40%. Til grundvallar örorkulífeyri sjóðsins eru lögð þau stig sem sjóðfélaginn hefur öðlast sbr. 18. grein Samþykkta sjóðsins. Hafi sjóðfélaginn greitt til sjóðsins í a.m.k. þrjú ár á undan gengnum fjórum árum, eða í sex mánuði á undangengnum tólf mánuðum skal auk þeirra stiga telja þau stig sem hann hefði áunnið sér til 65 ára aldurs miðað við meðaltal stiga hans næstu þrjú almanaksárin fyrir orkutapið.
Aldrei skal samanlagður örorkulífeyrir og barnalífeyrir vera hærri en sem nemur þeim tekjumissi, sem sjóðfélagi hefur sannanlega orðið fyrir vegna örorkunnar.
Örorkulífeyrir fellur niður við 67 ára aldur eða fyrr, þegar taka eftirlauna hefst.