Stjórnarkjör stendur yfir frá kl. 17:00 22/5 - 28/5.

17.11.2023

Nýjar samþykktir staðfestar - breytt réttindi í Hlutfallsdeild frá 1. desember

Nýjar samþykktir Lífeyrissjóðs bankamanna hafa verið staðfestar af Fjármála- og efnahagsráðherra. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  1. Lækkun á árlegum réttindastuðli úr 1,82% í 1,62% og hámarks eftirlaunahlutfalli úr 72,8% í 64,8% samsvarar um 11% lækkun á lífeyrisréttindum. Breytingin tekur gildi 1. desember 2023.
  2. Breyting á viðmiðunaraldri í Aldursdeild til útreiknings á lágmarkstryggingarvernd hækkar úr 67 árum í 70. Samhliða er ávinnslutöflum og flýtingar- og frestunartöflum breytt þannig að réttindi haldast nær óbreytt. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2024.
  3. Heimild sett inn í samþykktir til að framkvæma stjórnarkjör með rafrænum hætti. (2. gr. samþykkta)
Til baka í fréttir