Stjórnarkjör stendur yfir frá kl. 17:00 22/5 - 28/5.

18.12.2022

Ekki forsendur fyrir samningaviðræðum vegna ÍL-sjóðs

Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna tók þá ákvörðun á fundi sínum í vikunni að ekki sé grundvöllur fyrir viðræðum við Fjármála- og efnahagsráðuneytið um uppgjör íbúðabréfa á þeim forsendum sem lagt hefur verið upp með af hálfu ráðherra og byggt á þeim samningsmarkmiðum sem hann hefur kynnt. Í ljósi þeirra afdráttarlausu lögfræðiálita sem fram hafa komið telur stjórn það ekki samræmast umboðsskyldu sinni að taka þátt í samningaviðræðum á þeim grundvelli.

Komi fram hugmyndir um uppgjör sem byggja á því að fullt verð komi fyrir bréfin er sjóðurinn tilbúinn til að hlusta á slíkt.

Til baka í fréttir