Stjórnarkjör stendur yfir frá kl. 17:00 22/5 - 28/5.

11.09.2023

Breytingum á iðgjaldaákvæðum Aldursdeildar hafnað af aðildarfyrirtækjum

Fyrir liggur afstaða meirihluta stjórna aðildarfyrirtækja Lífeyrissjóðs bankamanna til þeirra 6 tillagna til samþykktarbreytinga sem samþykktar voru á ársfundi sjóðsins þann 24. maí síðastliðinn.

Tillögur 1 og 2 varðandi lækkun hlutfalls eftirlauna og réttindastuðuls í  Hlutfallsdeild voru staðfestar.

Tillaga 6 um rafrænt stjórnarkjör var jafnframt staðfest.

Tillögum 3-5 um hækkun iðgjalds til Aldursdeildar var hinsvegar hafnað en þær breytingar miðuðu að því að uppfylla lögbundna lágmarkstryggingarvernd líkt og fram kemur í greinargerð með tillögunni.

Fyrir liggur að  Aldursdeild uppfyllir ekki, að óbreyttu 10% lágmarksiðgjaldi, lögboðið viðmið um 56% lágmarkstryggingarvernd m.v. 40 ára inngreiðslutíma sbr. 4. gr. laga nr. 129/1997  og hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans farið fram á á að lífeyrissjóðurinn geri breytingar á samþykktum sínum til þess að ákvæðið sé uppfyllt sbr. gagnsæistilkynningu á vef Seðlabankans.

Í ljósi krafna fjármálaeftirlitsins og afstöðu aðildarfyrirtækja sjóðsins mun stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna skoða hvaða breytingar er unnt að gera á samþykktum Aldursdeildar sjóðsins svo áðurnefnt viðmið sé uppfyllt.

Stefnt er að því að samþykktarbreytingum verði lokið eigi síðar en 31. október í samræmi við kröfur fjármálaeftirlitsins og að nýjar samþykktir geti tekið gildi eigi síðar en 1. janúar 2024.

Til baka í fréttir