11.06.2020

Niðurstöður ársfundar 2020

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 10. júní slíðastliðinn  og hófst hann kl. 17:00. Fundarstjóri var kjörinn Hinrik Greipsson og ritari fundarins var Pálmi Rögnvaldsson. Fundargerð ársfundarins verður hægt að nálgast á vef sjóðsins innan skamms.

Ari Skúlason, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu þætti í starfsemi sjóðsins á síðasta ári.  Þá kynnti Tryggvi Tryggvason, framkvæmdastjóri sjóðsins, ársreikning 2019 og fjárfestingarstefnur beggja deilda. Loks fór tryggingafræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, yfir tryggingafræðilega stöðu beggja deilda lífeyrissjóðsins.

Kosið var í þrjú stjórnarsæti á fundinum og hlutu eftirtaldir einstaklingar kosningu: Ari Skúlason, Bryndís Sigurðardóttir og Ingólfur Guðmundsson. Varamenn voru kjörnir Helga Jónsdóttir, Kjartan Jóhannesson og Sigrún Inga Hansen. Í framhaldinu munu aðildarfyrirtæki lífeyrissjóðsins tilnefna þrjá einstaklinga til stjórnarsetu skv. 2. gr. samþykkta sjóðsins.  

Hér má skoða glærur sem farið var yfir á fundinum.

Skoðunarmenn sjóðsins voru kjörin þau Guðrún Antonsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson.

Til baka í fréttir