Beint á leiðarkerfi vefsins

Umsóknir

Hér eru helstu lánareglur tíundaðar en neðst á þessari síðu eru umsóknareyðublöðin.

Helstu útlánareglur

 1. Lánsfjárhæð er kr. 50.000.000.- hámark 
 2. Lánstími 5 til 40 ár. 
 3. Lánin eru bundin vísitölu neysluverðs.
 4. Lántökugjald er kr. 52.500. 

Vextir eru fastir, 3,5% frá 1.1.2018   
    
  
Helstu lántökuskilyrði

 1. Sjóðfélagar sem  greiða iðgjöld til sjóðsins, eiga hjá honum réttindi eða taka lífeyri hjá sjóðnum eiga kost á að sækja um lán hjá sjóðnum allt að kr. 50.000.000.-.
 2. Lánað er gegn fasteignaveði allt að 75% af kaupverði eða matsverði enda sé hlutfall ekki hærra en 100% af brunabótamati að viðbættu lóðamati.
 3. Ef íbúðarhúsnæði það sem veð er tekið í fyrir láninu er í sameign með maka eða sambúðaraðila skulu báðir aðilar undirrita lánsumsókn og veðskuldabréf sem lántakendur. 

Gögn sem skila þarf inn með umsókn

 1. Nýtt veðbókarvottorð frá Sýslumanni
 2. Afrit af síðustu greiðslukvittunum áhvílandi lána. 
 3. Afrit af kaupsamningi. 
 4. Fasteignamat. 
 5. Brunabótamat. 
 6. Greiðslumat lántaka og maka eða sambúðaraðila,framkvæmt í viðskiptabanka, ásamt fylgigögnum.
 7. Lánshæfismat, framkvæmt af viðurkenndri fjármálastofnun.
 8. Verðmat, sé þess þörf, framkvæmt af aðila á vegum sjóðsins.  

Umsóknareyðublað


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta