30.06.2005

Málshöfðun gegn Landsbanka og ríkissjóði

Þann 30. júní 2005, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, Stefna Lífeyrissjóðs bankamanna á hendur Björgólfi Guðmundssyni, sem stjórnarformanni Landsbanka Íslands hf., fyrir hönd félagsins og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og Valgerði Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, báðum fyrir hönd íslenska ríkisins.

Stefna þessi er lögð fram í kjölfar þróunar skuldbindinga Hlutfallsdeildar sjóðsins frá árinu 1997 þegar bakábyrgð aðildarfyrirtækja féll niður í tenglsum við einkavæðingu ríkisbankanna. Þessa þróun má fyrst og fremst rekja til launabreytinga sem hafa á tímabilinu verið langt umfram það sem upphaflegar forsendur gerðu ráð fyrir.

Til baka í fréttir