24.04.2024

Jákvæð raunávöxtun í krefjandi umhverfi

Samkvæmt ársreikningi  nam hrein eign Lífeyrissjóðs bankamanna 110,5 milljörðum króna í lok árs 2023 og hækkaði um 7,8 milljarða króna milli ára.

Hrein nafnávöxtun Aldursdeildar var 9,8% á árinu 2023 sem samsvarar 1,7% raunávöxtun samanborið við -8,5% raunávöxtun á árinu 2022. Hjá Hlutfallsdeild var hrein nafnávöxtun 10,3% á árinu 2023 sem samsvarar 2,1% raunávöxtun samanborið við -2,0% raunávöxtun á árinu 2022.

Meðaltal hreinnar raunávöxtunar hjá Aldursdeild er 4,0% síðustu 5 ár, 3,8% síðustu 10 ár og 4,2% síðustu 20 ár. Hjá Hlutfallsdeild er meðal raunávöxtun 2,3% síðustu 5 ár, 3,2% síðustu 10 ár og 3,7% síðustu 20 ár.

Rekstrarkostnaður sem hlutfall af meðalstöðu eigna lækkar úr 0,16% í 0,15%

Tryggingafræðileg staða Aldursdeildar er neikvæð og námu heildarskuldbindingar 10,3% umfram heildareignir samanborið við 9,5% árið áður. Há verðbólga á árinu auk þess sem raunávöxtun eigna var undir viðmiði í tryggingafræðilegu uppgjöri leiddi til 0,8% lækkunar á stöðunni í árslok 2023. Þar sem tryggingafræðileg staða er utan þeirra 10% vikmarka milli eigna og skuldbindinga sem áskilin eru í lögum nr. 129/1997 á einstöku ári er ljóst að grípa verður til ráðstafana til að ná jafnvægi og verða tillögur til breytinga á samþykktum kynntar í aðdraganda ársfundar 2024.

Tryggingafræðileg staða Hlutfallsdeildar er neikvæð og námu heildarskuldbindingar 2,4% umfram heildareignir í lok árs 2023 samanborið við 11,0% árið áður. Skýrist bætt staða af lækkun á lífeyrisréttindum í Hlutfallsdeild frá 1. desember 2023. Lækkun réttinda kom ekki til framkvæmda fyrr en við staðfesting fjármála- og efnahagsráðuneytisins og skýrir sá dráttur að mestu halla á tryggingafræðilegri stöðu í árslok.

Lykiltölur úr ársreikningi sjóðsins má finna hér.

Til baka í fréttir