17.04.2007

Helstu fréttir frá ársfundi Lífeyrissjóðs bankamanna

Ársfundur sjóðsins var haldinn 12. apríl s.l. á Hótel Loftleiðum. Fundarstjóri var Hinrik Greipsson og fundarritari var Árni Þór Þorbjörnsson. Friðbert Traustason, formaður stjórnar, fór yfir helstu þætti í stjórnarstarfi síðasta árs. Vandi Hlutfallsdeildar er leystur með því að aðildarfélög greiddu inn til sjóðsins, en nánar má lesa um það í frétt frá 15.3.2007 hér á vefnum. Friðbert fór yfir ýmsar ástæður vandans og skýrði þær. Einnig kynnti Friðbert og ræddi fyrirhugaða breytingu Stigadeildar sjóðsins í aldurstengda deild. Undirbúningsvinna fyrir þá breytingu er í fullum gangi. Kynningarefni verður sent til  sjóðfélaga Stigadeildar og einnig verða haldnir kynningarfundir þegar nær dregur. Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, kynnti og fór yfir ársreikning sjóðsins. Bjarni Guðmundsson, tryggingafræðingur, gerði grein fyrir tryggingafræðilegum úttektum deilda sjóðsins. Haukur Þór Haraldsson, varaformaður sjóðsins, gerði grein fyrir fjárfestingarstefnum og árangri fjárvörsluaðila á árinu 2006.
Stjórn sjóðsins lagði fram á fundinum nokkrar tillögur til breytinga á samþykktum hans. Hér neðar á síðunni er hægt að skoða annars vegar tillögur stjórnar sem samþykktar voru af sjóðfélögum á fundinum og hins vegar tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum varðandi aldurstengingu réttinda í Stigadeild, sem ekki voru afgreiddar, heldur frestað til framhaldsársfundar sem haldinn verður eigi síðar en í október 2007.

 Lesið nánar um ársfundinn í fundargerð ársfundarins hér á vefnum.

Tillögur stjórnar Lífeyrissjóðs bankamanna til breytinga á samþykktum sjóðsins, lagðar fram á ársfundi 12. apríl 2007.

Samþykktar tillögur hér

Tillögum frestað til framhaldsársfundar hér 

Til baka í fréttir