19.04.2022

Frambjóðendur til stjórnar

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl kl. 17:00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Framboðsfresti til stjórnar Lífeyrissjóð bankamanna lauk 13. apríl sl. og bárust sex framboð til aðalstjórnar. Á ársfundinum 27. apríl verður kosið um þrjá stjórnarmenn til næstu tveggja ára. Upplýsingar um starfsferil frambjóðenda er hægt að nálgast með því að smella á nafn viðkomandi.

Frambjóðendur eru eftirtaldir:
Ari Skúlason
Elín Dóra Halldórsdóttir
Helga Jónsdóttir
Ingólfur Guðmundsson
Jóhann Ómarsson
Sigurjón Gunnarsson

Varamenn:
Kjartan Jóhannesson

Skulu stjórnarmenn lífeyrissjóða uppfylla 31. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða. Þá þurfa stjórnarmenn að búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu sbr. 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og vera fjárhagslega sjálfstæðir sbr. 9. gr. reglna FME nr. 180/2013. Auk þess þurfa þeir að standast hæfismat hjá Fjármáleftirlitinu sbr. 16. gr. reglna FME nr. 180/2013.

Til baka í fréttir