09.11.2020

Dómkvaðning matsmanns – þrjár matsbeiðnir

Þann 30. október var í Héraðsdómi Reykjavíkur dómkvaddur matsmaður til að leggja mat á matsspurningar samkvæmt þremur matsbeiðnum í máli Lífeyrissjóðs bankamanna gegn aðildarfyrirtækjum og íslenska ríkinu. Um er að ræða matsbeiðni með níu spurningum frá Reiknistofu bankanna, sameiginlega matsbeiðni frá íslenska ríkinu og Seðlabankanum með 21 spurningu og matsbeiðni frá lífeyrissjóðnum með þremur spurningum. Í dómkvaðningunni er lagt fyrir matsmann að ljúka matinu eigi síðar en 15. janúar 2021.

Til baka í fréttir