15.03.2007

Aukaframlag aðildarfyrirtækja til Hlutfallsdeildar

Á síðastliðnu ári átti stjórn sjóðsins í viðræðum við aðildarfyrirtæki Hlutfallsdeildar um forsendur við uppgjör skuldbindinga m.v. lok ársins 1997 og hvernig staðið verði að endanlegu uppgjöri, en að óbreyttu stefndi Hlutfallsdeild sjóðsins í þrot árið 2035 að mati tryggingafræðings sjóðsins. Viðræður þessar höfðu ekki skilað árangri á árinu 2005 og því var þann 30. júní 2005 þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, stefna á hendur Landsbanka Íslands h.f. og íslenska ríkinu. Viðræður þessar skiluðu hins vegar þeim árangri á árinu 2006 að aðildarfyrirtækin samþykktu að greiða til sjóðsins alls kr. 1.407.516 þúsund og lauk því uppgjöri að mestu fyrir lok ársins. Þvi var ákveðið að falla frá fyrrgreindum málarekstri.

Til baka í fréttir