20.04.2022

Ársfundur 2022 og stjórnarkjör

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi kl. 17.00 á Hilton Reykjavik Nordica.

Dagskrá:

1. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins
3. Önnur mál

Vakin er athygli á að á fundinum fer fram kosning þriggja stjórnarmanna og jafnmargra varamanna og skulu tilkynningar um framboð vegna stjórnarkjörs, ásamt upplýsingum um starfsferil, berast skriflega til skrifstofu sjóðsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir ársfund skv. 2. grein samþykkta sjóðsins. Nánari upplýsingar um frambjóðendur má finna hér.

Skulu stjórnarmenn lífeyrissjóða uppfylla 31. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða. Þá þurfa stjórnarmenn að búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu sbr. 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og vera fjárhagslega sjálfstæðir sbr. 9. gr. reglna FME nr. 180/2013. Auk þess þurfa þeir að gangast undir munnlegt hæfismat hjá FME sbr. 16. gr. reglna FME nr. 180/2013

Fyrirliggjandi eru tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs bankamanna fyrir ársfund sjóðsins en tillögur stjórnar ásamt greinargerðum má finna hér auk þess sem hér er að finna minnisblað tryggingastærðfræðings vegna 2. tillögu.  

Til baka í fréttir