Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

4. desember 2017

Matsgerð staðfestir forsendubrest

Lífeyrissjóður bankamanna (Hlutfallsdeild) hefur orðið af að minnsta kosti 3 milljörðum króna vegna uppgjörs árið 1997 sé miðað við raunþróun forsendna sem lágu uppgjörinu til grundvallar.

Dómkvaddur matsmaður hefur skilað matsgerð um greiðslur aðildarfélaga Eftirlaunasjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans (nú Lífeyrissjóðs bankamanna) vegna samkomulags frá árinu 1997 um uppgjör ábyrgðar þeirra á skuldbindingum lífeyrissjóðsins, sem gert var vegna fyrirhugaðrar hlutafjárvæðingar ríkisbankanna.

Niðurstaða matsmanns er að sá mismunur á uppgjöri á áföllnum skuldbindingum og vanáætluðu heildariðgjaldi til að mæta framtíðarskuldbindingum, að teknu tilliti til leiðréttingar á árinu 2006, nemi rúmlega 3 milljörðum króna m.v. verðlagsbreytingar til 31. desember 2015 en um 5,5 milljörðum m.v. breytingar kaupgjalds til sama tíma.

Stjórn Lífeyrissjóðsins hefur sent forsvarsmönnum viðkomandi aðildarfélaga sjóðsins ásamt fjármálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir svari um hvort vilji sé til samkomulags um leiðréttingu á framangreindum forsendubresti án þess að til málaferla komi.

Dómkvaðningu matsmanns var óskað af hálfu Lífeyrissjóðs bankamanna, en matsþolar voru íslenska ríkið, Seðlabankinn, Landsvaki, Landsbankinn, Valitor, Reiknistofa bankanna og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja. 

Forsendubrestur


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta