Beint ß lei­arkerfi vefsins

FrÚttir

28. aprÝl 2017

Ni­urst÷­ur ßrsfundar 2017

┴rsfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Icelandair Hotel Reykjavik Natura þann 26. apríl síðastliðinn og hófst kl. 17. Fundarstjóri var kjörin Hinrik Greipsson og ritari fundarins var Pálmi Rögnvaldsson. Fundargerð ársfundar verður aðgengileg hér innan skamms.

═ forföllum stjórnarformanns Friðberts Traustasonar flutti Tryggvi Tryggvason framkvæmdastjóri skýrslu stjórnar og fór yfir helstu þætti í starfsemi sjóðsins á síðasta ári. Í framhaldinu kynnti Tryggvi ársreikning 2016 og fjárfestingarstefnur beggja deilda og má sjá þær glærur hér.

Tryggingafræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, fór því næst yfir tryggingafræðilega stöðu beggja deilda og verður kynning Bjarna aðgengileg hér innan skamms.

Skoðunarmenn sjóðsins voru endurkjörin þau Guðrún Antonsdóttir og Jón Ívarsson.

Ůá var samþykkt tillaga að breytingu á 2. gr. samþykkta sjóðsins sem verður í framhaldinu send aðildarfyrirtækjum til meðferðar í samræmi við 7. gr. samþykkta.

Undir liðnum önnur mál fór Tryggvi stuttlega yfir framvindu mála hjá Hlutfallsdeild.


LÝfeyrismßl
LßnareiknivÚl
Launagrei­endavefur
Sjˇ­sfÚlagavefur
Gott a­ vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


OpnunartÝmi

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjˇrnbor­

Texti Ý sjßlfgefinni stŠr­ Texti Ý mi­lungs stŠr­ Texti Ý stˇrri stŠr­ Hamur fyrir sjˇnskerta