Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

15. nóvember 2016

Lífeyrissjóðurinn leiðréttir lán vegna rangrar vísitölu

Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að leiðrétta þá hækkun á höfuðstól verðtryggðra sjóðfélagalána sem tekin voru á tímabilinu 1. maí til 31. október, meðan neysluvísitalan var rangt reiknuð af Hagstofunni vegna mistaka. Með þessu vill lífeyrissjóðurinn að eigin frumkvæði leitast við að tryggja að sjóðfélagar, sem tóku verðtryggð lán á umræddu tímabili, verði ekki fyrir tjóni vegna þessara mistaka Hagstofunnar.

Lífeyrissjóðurinn mun á næstu vikum, reikna út og greiða mismuninn inn á höfuðstól lánanna. Fyrirséð er að einhvern tíma mun taka að framkvæma leiðréttinguna en lántakendur munu fá tilkynningu um innborgunina þegar að henni kemur.

  


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta