Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

24. október 2016

Matsbeiðni Lífeyrissjóðs bankamanna mótmælt

Matsbeiðni Lífeyrissjóðs bankamanna, sem lögð var fram til að staðreyna fjárhagslegt umfang á tjóni sem sjóðfélagar Hlutfallsdeildar telja sig hafa orðið fyrir, var mótmælt af ríkislögmanni auk þriggja annarra matsþola, Landsbankanum, RB og Landsvaka, við fyrirtöku hjá Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag og þess krafist að beiðninni verði hafnað.


Mikil óánægja hefur verið um nokkurt skeið á meðal sjóðfélaga Hlutfallsdeildar Lífeyrissjóðs bankamanna vegna forsendubrests á samkomulagi um breytingar á reglugerð sjóðsins sem tók gildi 1. janúar 1998. Breytingin var gerð í tengslum við umbreytingu Landsbankans úr ríkisbanka í hlutafélag. Sjóðfélagar telja að grundvöllur samkomulagsins hafi raskast verulega til tjóns fyrir lífeyrissjóðinn og sjóðfélaga.
Lífeyrissjóður bankamanna fór því þess á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur að matsmaður yrði dómkvaddur til að staðreyna fjárhagslegt umfang framangreindrar röskunar. Við fyrirtöku hjá Héraðsdómi á föstudag lögðu áðurnefndir aðilar fram bókanir þar sem því er mótmælt að umbeðið mat fari fram og mun því fara fram málflutningur um málið.


Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna lýsir vonbrigðum með að hluti málsaðila skuli leggjast gegn því að fengið verði óháð mat á því hvort að samkomulagið frá 1998 hafi leitt til fjárhagslegrar röskunar og þá hversu mikillar. Vekur afstaða ríkisins sérstaka furðu, ekki síst í ljósi þess hve langt ríkið virðist reiðubúið að ganga til að treysta fjárhag A deildar LSR, með rúmlega 90 milljarða inngreiðslu í upphafi samnings. Málið bíður nú úrskurðar dómstóla.

 Nánar er fjallað um efnisatriði málsins í lögfræðiáliti Jónasar Fr. Jónssonar hdl.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta