Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

21. september 2015

Sjóðfélagafundur Hlutfallsdeildar

Sjóðfélagafundur Hlutfallsdeildar Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 7. október nk. kl. 17:00 á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, þingsal 2.

Á fundinum verður kynnt lögfræðiálit sem stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur aflað í samræmi við ályktun síðasta ársfundar sjóðsins sem haldinn var 25. mars 2015. Álitið tekur á tilteknum atriðum er varða uppgjör á ábyrgð aðildarfyrirtækja sjóðsins frá 1997 og þróun á tryggingarfræðilegri stöðu Hlutfallsdeildar sjóðsins frá þeim tíma. Meðfylgjandi er afrit af ofangreindu lögfræðiáliti.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta