Fréttir
13. maí 2014
Raunhæf dæmi um áhrif réttindabreytingar í Hlutfallsdeild
Seðlabanki Íslands bauð starfsmönnum sínum sem nú greiða iðgjöld til Hlutfallsdeildar sem og lífeyrisþegum til á kynningar á áhrifum fyrirhugaðrar réttindabreytingar. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bankamanna flutti þar erindi og fór yfir glærur sem ættu að gagnast öllum sjóðsfélögum og lífeyrisþegum Hlutfallsdeildar til skilnings.
Hér má sjá glærurnar með raunhæfum dæmum um áhrif fyrirhugaðrar réttindabreytingar á ráðstöfunartekjur.
Einnig var farið yfir kynningu frá ársfundi Lífeyrissjóðsins í mars 2014 og kynnt yfirlitsblað yfir fjárhæðir bótaflokka Tryggingarstofnunar ríkisins og tekjutengingar eins og þær eru frá janúar 2014.
Áhrif réttindabreytingar á ráðstöfunartekjur eru nokkuð mismunandi eftir stöðu hvers einstaklings og hvernig hún spilar saman við aðrar tekjur og bótaflokka TR. Unnt er að ná fram skýrari mynd með því að hagnýta sér reiknivél TR og setja þar inn viðeigandi forsendur um lífeyristekjur, atvinnutekjur, vaxtatekjur og búsetustöðu og skoða þannig hverjar ráðstöfunartekjur eru fyrir breytingu og hvernig þær verða eftir hana.
Hlutverk sjóðsins.
Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.
Opnunartími
Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>