Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

28. mars 2014

Ársfundur 2014

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Icelandair Hótel Reykjavík Natura í þingsal 2 og hófst hann kl. 17:00.  Fundarstjóri var kjörinn Hinrik Greipsson og ritari fundarins var Pálmi Rögnvaldsson.

Hér má sjá fundargerð ársfundar 2014.

Friðbert Traustason, formaður stjórnar, kynnti helstu þætti í starfsemi sjóðsins á síðasta ári. Sjá glærur hér. 

Ólafur Kr. Valdimarsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, skýrði ársreikning sjóðsins. Einnig skýrði hann frá áhrifum fyrirhugaðrar réttindabreytingar Hlutfallsdeildar á ráðstöfunartekjur lífeyrisþega. Sjá glærur hér.

Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur sjóðsins skýrði tryggingafræðilega úttekt sjóðsins fyrir Hlutfallsdeild og Aldursdeild.

Á fundinum voru lagðar fram tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins og voru þær samþykktar með breytingum.  Með hliðsjón af fyrirliggjandi tryggingafræðilegri stöðu Hlutfallsdeildar í árslok 2013 sem er -9,72% var gerð tillaga um að réttindum yrði breytt þannig að jafnvægi yrði komið á milli eigna og skuldbindinga Hlutfallsdeildar í einu skrefi.  Hér má sjá einstakar greinar samþykkta sjóðsins eins og þær líta út fyrir breytingu og eftir.  Engar breytingar eru á réttindum í Aldursdeild.

Breytingar á réttindum koma til framkvæmda eftir að nýjar samþykktir sjóðsins hafa hlotið samþykki aðildarfyrirtækja og Fjármálaráðuneytis.  Áætlað er að það verði síðla sumars eða á haustmánuðum 2014.  Lífeyrisþegar Hlutfallsdeildar munu þaðan í frá fá leiðréttan lífeyri.  Er þeim bent á að á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins er reiknivél þar sem hægt er að setja inn lífeyri fyrir og eftir leiðréttingu ásamt öðrum tekjum og skoða áhrif réttindabreytingarinnar á ráðstöfunartekjur sínar.  Þess ber að gæta að niðurstöður reiknivélar miðast við að Tryggingastofnun hafi borist réttar upplýsingar um tekjur. Því væri hyggilegt fyrir lífeyrisþega að uppfæra þær tekjuáætlanir sem mögulegar greiðslur til þeirra byggja á sem fyrst eftir að leiðréttingin tekur gildi. 

Lífeyrissjóðurinn mun senda núverandi lífeyrisþegum ítarlegri upplýsingar þegar nær dregur. Eins er öllum velkomið að hringja í síma 5690900 eða koma við á skrifstofu sjóðsins að Skipholti 50 b, 105 Reykjavík.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta