Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

30. október 2013

Lífeyrisgátt, Gott að vita og opið hús

Opnaður hefur verið aðgangur að Lífeyrisgáttinni. Hún er aðgengileg í gegnum sjóðsfélagavefinn.  Þar má sjá á einum stað yfirlit yfir réttindi í öllum samtryggingarsjóðum sem þú átt réttindi hjá.  Algengt er að fólk eigi réttindi í mörgum lífeyrissjóðum og ætti tilkoma Lífeyrisgáttarinnar því að auðvelda þér að ná yfirsýn yfir áunnin réttindi. Farið er inn á sjóðsfélagavefinn á heimasíðu sjóðsins þar sem þú slærð inn kennitölu þína og veflykil. Þar er jafnframt gefinn kostur á að sækja um aðgang ef þú ert ekki þegar kominn með hann eða að óska eftir nýju lykilorði ef það eldra er gleymt. 

Þegar komið er inn á sjóðfélagavefinn er valinn flipinn "Réttindi" og þar undir má sjá "Lífeyrisgátt". Veita þarf samþykki fyrir því að gögn séu sótt frá öðrum sjóðum með því að haka í kassann við textann "Samþykkja skilmála", en að því búnu er stutt á hnappinn "áfram" og birtist þá yfirlitið.  Á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða www.ll.is má jafnframt sjá fréttatilkynningu um Lífeyrisgáttina auk annars efnis um lífeyrismál.

Fræðsluvefurinn Gott að vita hefur einnig verið uppfærður og er hann aðgengilegur frá heimasíðu sjóðsins. Á vefnum er að finna skemmtilegt myndband sem lýsir æviskeiði Nínu og Geira frá 16 til 85 ára aldurs og þeim fjölmörgu spurningum um lífeyrismál sem mæta þeim á lífsleiðinni. Fræðsluvefurinn hefur einnig að geyma síðuna "Spurt og svarað" þar sem þú getur flett upp svörum við algengum spurningum um lífeyrismál.

Í tilefni af opnun Lífeyrisgáttarinnar býður Lífeyrissjóður bankamanna sjóðsfélögum sínum á "opið hús" að Skipholti 50 b, 4. hæð, þann 5. nóvember milli kl. 15 og 18.  Boðið verður upp á léttar veitingar og mun starfsfólk sjóðsins kynna gáttina og svara öðrum spurningum sem þú kannt að hafa um lífeyrismál.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta