Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

4. júlí 2012

Nýr formaður Landssamtaka lífeyrissjóða

 Gunnar Baldvinsson er nýkjörinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, en hann hefur átt sæti í stjórn samtakanna frá árinu 2005. Hann tók við af Arnari Sigurmundssyni sem gegnt hefur formennsku samtakanna af mikilli röggsemi undanfarin sex ár.
Gunnar Baldvinsson er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins en því starfi hefur hann gegnt allt frá árinu 1990. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ árið 1985 og MBA frá University of Rochester árið 1988. Gunnar tók próf í verðbréfaviðskiptum árið 1994. Hann hefur skrifað fjölda greina um lífeyrismál og eftirlaunasparnað og má þar nefna að hann er höfundur bókarinnar "Verðmætasta eignin" sem kom út árið 2004 og fjallar ítarlega um ýmsa þætti í uppbyggingu lífeyrissjóða.

Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta