Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

30. júní 2005

Málshöfðun gegn Landsbanka og ríkissjóði

Þann 30. júní 2005, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, Stefna Lífeyrissjóðs bankamanna á hendur Björgólfi Guðmundssyni, sem stjórnarformanni Landsbanka Íslands hf., fyrir hönd félagsins og Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og Valgerði Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, báðum fyrir hönd íslenska ríkisins.

Stefna þessi er lögð fram í kjölfar þróunar skuldbindinga Hlutfallsdeildar sjóðsins frá árinu 1997 þegar bakábyrgð aðildarfyrirtækja féll niður í tenglsum við einkavæðingu ríkisbankanna. Þessa þróun má fyrst og fremst rekja til launabreytinga sem hafa á tímabilinu verið langt umfram það sem upphaflegar forsendur gerðu ráð fyrir.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta