
Fréttir
18. desember 2022
Ekki forsendur fyrir samningaviðræðum vegna ÍL-sjóðs
Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna tók þá ákvörðun á fundi sínum í vikunni að ekki sé grundvöllur fyrir viðræðum við Fjármála- og efnahagsráðuneytið um uppgjör íbúðabréfa á þeim forsendum sem lagt hefur verið upp með af hálfu ráðherra og byggt á þeim samningsmarkmiðum sem hann hefur kynnt. Í ljósi þeirra afdráttarlausu lögfræðiálita sem fram hafa komið telur stjórn það ekki samræmast umboðsskyldu sinni að taka þátt í samningaviðræðum á þeim grundvelli.
Komi fram hugmyndir um uppgjör sem byggja á því að fullt verð komi fyrir bréfin er sjóðurinn tilbúinn til að hlusta á slíkt.
Hlutverk sjóðsins.
Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.
Opnunartími
Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>