Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

28. mars 2022

Góš įvöxtun Aldursdeildar og jįkvęš tryggingafręšileg staša

Hrein nafnávöxtun Aldursdeildar var 16,01% á árinu 2021 sem samsvarar 10,64% raunávöxtun samanborið við 7,71% raunávöxtun á fyrra ári.  Hjá Hlutfallsdeild, sem býr við mun lægra áhættustig, var hrein nafnávöxtun 9,35% sem samsvarar 4,30% raunávöxtun samanborið við 3,54% raunávöxtun á fyrra ári. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar hjá Aldursdeild er 6,3% síðustu 5 ár og  4,0% hjá Hlutfallsdeild.

Hrein eign Lífeyrissjóðs bankamanna nam kr. 101,7 milljörðum króna í lok árs 2021, 61,4 milljarðar í Aldursdeild og 40,3 milljarðar í Hlutfallsdeild.
Tryggingafræðileg staða Aldursdeildar batnaði verulega á árinu og er nú  jákvæð með heildareignir 1,8% umfram heildarskuldbindingar. Tryggingafræðilega staða Hlutfallsdeildar batnaði lítillega og eru heildarskuldbindingar 4,6% umfram heildareignir samanborið við 4,8% árið áður .

Rekstrarkostnaður sjóðsins sem hlutfall af meðalstöðu eigna hélst óbreytt í 0,16%. Frekari upplýsingar um rekstur sjóðsins má sjá í įrsreikningi.

avöxtun 2021


Lķfeyrismįl
Lįnareiknivél
Launagreišendavefur
Sjóšsfélagavefur

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartķmi

Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborš

Texti ķ sjįlfgefinni stęrš Texti ķ mišlungs stęrš Texti ķ stórri stęrš Hamur fyrir sjónskerta