Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

2. nóvember 2021

Lífeyrissjóður bankamanna eykur grænar fjárfestingar

Lífeyrissjóður bankamanna hefur, ásamt 12 öðrum íslenskum lífeyrissjóðum, skrifað undir viljayfirlýsingu gagnvart alþjóðlegu samtökunum Climate Investment Coalition (CIC) um stórauknar fjárfestingar í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Með yfirlýsingunni, sem var formlega kynnt í morgun á lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, bætast lífeyrisjóðirnir 13 í hóp fjölda norrænna og breskra lífeyrisjóða sem gefið hafa út sambærilegar yfirlýsingar. Einkum verður horft til sjálfbærrar orkuframleiðslu og tengdra verkefna s.s. aukinnar notkunar hreinnar orku í samgöngum og atvinnustarfsemi. 

Með þátttöku í CIC vill Lífeyrissjóður bankamanna styðja við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og er þátttakan liður í stefnu sjóðsins um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Grænar fjárfestingar nema nú þegar um 4,7 milljörðum króna eða um 4,8% af eignasöfnum sjóðsins. Gert er ráð fyrir því að grænar fjárfestingar sjóðsins aukist um rúma 10 milljarða króna á tímabilinu og stefnt að því að hlutfall grænna fjárfestinga nái a.m.k. 10% af eignum árið 2030.

 Sjá nánar í meðfylgjandi fréttatilkynningu.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta