Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

28. maí 2020

Frambjóðendur til stjórnar

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 10. júní kl. 17:00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Framboðsfresti til stjórnar Lífeyrissjóð bankamanna lauk 27. maí sl. og bárust sex framboð til aðalstjórnar innan frestsins. Á ársfundinum 10. júní verður kosið um um  þrjá stjórnarmenn til næstu tveggja ára auk þriggja varamanna og bárust þrjú framboð til varastjórnar. Upplýsingar um starfsferil frambjóðenda er hægt að nálgast með því að smella á nafn viðkomandi.

Frambjóðendur eru eftirtaldir:
Ari Skúlason
Arnar Sigurjónsson
Bryndís Sigurðardóttir
Ingólfur Guðmundsson
Ólafur Örn Ingólfsson
Þóra Valný Yngvadóttir

Varamenn:
Helga Jónsdóttir
Kjartan Jóhannesson
Sigrún Inga Hansen

Skulu stjórnarmenn lífeyrissjóða uppfylla 31. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða. Þá þurfa stjórnarmenn að búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu sbr. 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og vera fjárhagslega sjálfstæðir sbr. 9. gr. reglna FME nr. 180/2013. Auk þess þurfa þeir að standast hæfismat hjá Fjármáleftirlitinu sbr. 16. gr. reglna FME nr. 180/2013.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta