Beint į leišarkerfi vefsins

Fréttir

5. maķ 2020

Nišurstaša vettvangsathugunar

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) framkvæmdi vettvangsathugun hjá Lífeyrissjóði bankamanna í desember 2019 þar sem skoðað var innra eftirlitskerfi og stjórnarhættir sjóðsins.

Kemur fram að ekki séu gerðar athugasemdir við fjárfestingarferli sjóðsins. Þær athugasemdir sem settar eru fram varða skjalfestingu innri ferla áhættustýringar, framsetningu tiltekinna atriða í áhættu- og  hættustýringarstefnu, greiningu og eftirlit með rekstraráhættu auk verkferla og verklags vegna eigin hættumats.

Telur stjórn sjóðsins að um gagnlegar ábendingar sé að ræða sem tekið verður tillit til við framkvæmd úrbóta á næstunni.

Niðurstöðuna má finna í gagnsæistilkynningu sem birt var í dag á heimasíðu Seðlabanka Íslands.


Lķfeyrismįl
Lįnareiknivél
Launagreišendavefur
Sjóšsfélagavefur
Gott aš vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartķmi

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborš

Texti ķ sjįlfgefinni stęrš Texti ķ mišlungs stęrš Texti ķ stórri stęrš Hamur fyrir sjónskerta