
Fréttir
15. apríl 2020
Ársfundi frestað um óakveðinn tíma
Ákveðið hefur verið að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bankamanna sem halda átti miðvikudaginn 29. apríl næstkomandi. Þetta er gert í ljósi gildandi samkomubanns stjórnvalda vegna COVID-19. Stjórn sjóðsins mun taka ákvörðun um nýjan fundartíma þegar aðstæður leyfa og verður það auglýst sérstaklega.
Tveggja vikna framboðsfrestur til stjórnar framlengist til samræmis við nýjan fundartíma.
Eru sjóðfélagar hvattir til að fylgjast með heimasíðu sjóðsins.
Hlutverk sjóðsins.
Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.
Opnunartími
Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>