Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

27. mars 2020

Skrifstofa Lífeyrissjóðs bankamanna lokuð fyrir heimsóknum vegna COVID-19

Vegna útbreiðslu COVID-19 og þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu vegna hennar hefur verið lokað fyrir heimsóknir á skrifstofu Lífeyrissjóðs bankamanna en starfsfólk sinnir áfram verkefnum sínum og þjónustu við sjóðfélaga. Er þetta gert með velferð sjóðfélaga og starfsfólks að leiðarljósi. 

Sjóðfélagar eru beðnir um að sýna því skilning að afgreiðsla mála hjá lánadeild sjóðsins tekur lengri tíma en venjulega vegna mikils álags.

Á meðan á þessari lokun stendur hvetjum við alla til að nýta sér neðangreindar þjónustuleiðir:

Vefur sjóðsins: Á vef sjóðsins eru ítarlegar upplýsingar um lánamál, lífeyrisréttindi og annað sem varðar hagsmuni sjóðfélaga sem og samþykktir.

Sjóðfélagavefur: Þar er að finna allar upplýsingar um réttindi sjóðfélaga.

Símaþjónusta og tölvupóstur: Hægt er að hafa samband með tölvupósti lifbank@lifbank.is eða í síma 569-0900 milli kl.09:00 til 16:00 mánudaga til föstudaga.

Bréfpóstur: Póstkassi fyrir bréfpóst til sjóðsins er staðsettur á jarðhæð Skipholti 50b, 105 Reykjavík.

Reynt verður eftir fremsta megni að skerða þjónustu sem minnst en einnig er hægt að hafa beint samband við starfsmenn sjóðsins í gegn um síma milli kl. 09:00–16:00 eða tölvupóst eftir erindi:

Lífeyrir og lánamál   Margrét Björk Jóhannsd.   Sími:569-0902   margret@lifbank.is
Verðbréf og iðgjöld   Hulda Björk Guðmundsd.   Sími:569-0904   hulda@lifbank.is
Áhættustjóri   Halldór Emil Sigtryggsson   Sími:569-0903   halldor@lifbank.is
Framkvæmdastjóri   Tryggvi Tryggvason   Sími:569-0901   tryggvi@lifbank.is

Starfsemin verður að öðru leyti óbreytt og mánaðarlegar greiðslur munu berast sjóðfélögum eins og venjulega.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta