Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

19. nóvember 2019

Réttindabreyting í Hlutfallsdeild frá 1. desember 2019

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur með bréfi dags. 24. október staðfest þær samþykktarbreytingar sem samþykktar voru á ársfundi Lífeyrissjóðs bankamanna 30. apríl 2019. Breytingarnar fela í sér lækkun á árlegum réttindastuðli Hlutfallsdeildar úr 1,92% í 1,82% sem samsvarar um 5,2% lækkun á lífeyri. Jafnframt var samþykkt að fella út ákvæði um dánarbætur í báðum deildum. Kemur réttindabreytingin nú til framkvæmda og hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur frá og með 1. desember 2019.

Réttindareytingin er í samræmi við það sem kynnt var á sérstökum sjóðfélagafundi Hlutfallsdeildar 28. nóvember 2018 og miðar að því að jafna þann mun sem myndast hefur milli skuldbindinga og eigna deildarinnar. Viðvarandi halli hefur verið á Hlutfallsdeild undanfarin ár, þrátt fyrir að raunávöxtun eigna hafi verið umfram 3,5% viðmið, og skýrist einkum af því að forsendur á skuldbindingahlið hafa ekki staðist. Skapist aðstæður til hækkunar réttinda á ný mun slíkt verða gert en eins og kunnugt er rekur sjóðurinn mál fyrir dómstólum vegna Hlutfallsdeildar.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta