
Fréttir
2. maí 2019
Niðurstöður ársfundar 2019
Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Icelandair Hotel Reykjavík Natura þriðjudaginn 30. apríl s.l. og hófst hann kl. 17:15. Fundarstjóri var kjörinn Hinrik Greipsson og ritari fundarins Pálmi Rögnvaldsson. Fundargerð ársfundarins verður hægt að nálgast á vef sjóðsins.
Ari Skúlason, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og fór m.a. yfir áskoranir í umhverfi lífeyrissjóða og samanburð við lífeyriskerfi annarra þjóða. Þá kynnti Tryggvi Tryggvason, framkvæmdastjóri sjóðsins, ársreikning 2018 og fjárfestingarstefnur beggja deilda. Loks fór tryggingafræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, yfir tryggingafræðilega stöðu beggja deilda lífeyrissjóðsins.
Samþykktar voru tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins en tillögu sjóðfélaga var vísað frá til frekari umjöllunar hjá stjórn.
Hér má skoða glærur sem farið var yfir á fundinum
Hlutverk sjóðsins.
Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.
Opnunartími
Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>