Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

24. apríl 2019

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun að hluta

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að vísa frá 3 af 4 kröfuliðum í máli Lífeyrissjóðs bankamanna gegn aðildarfyrirtækjum og íslenska ríkinu vegna Hlutfallsdeildar. Hins vegar var hafnað að vísa frá þriðju varakröfu sjóðsins um að viðurkennt verði að íslenska ríkið beri ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum þeirra sjóðfélaga Hlutfallsdeildar sem voru starfsmenn Landsbanka Íslands.  

Frávísunin byggir á því að kröfur lífeyrissjóðsins feli í sér nýja samningsgerð frekar en breytingu á samningi og 36. grein samningalaga nr. 7/1936 veiti dómstólum ekki svo víðtækt vald til að hlutast til um samningsgerð.

Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna mun á næstunni ákveða með mögulega kæru til Landsréttar eða önnur viðbrögð við úrskurðinum.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta