Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

3. desember 2018

Sjóðfélagafundur Hlutfallsdeildar

Sjóðfélagafundur Hlutfallsdeildar var haldinn miðvikudaginn 28. nóvember s.l. á Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Um var að ræða kynningarfund fyrir sjóðfélaga Hlutfallsdeildar. 

Fyrst fór Jónas Fr. Jónsson hrl. yfir málshöfðun sjóðsins á hendur aðildarfyrirtækjum og íslenska ríkinu og kynnti m.a. helstu málsástæður og dómkröfur sjóðsins. Þá fór Bjarni Guðmundsson tryggingafræðingur yfir tryggingafræðilega stöðu Hlutfallsdeildar og frávik frá áður kynntri stöðu. Að lokum fóru Tryggvi Tryggvason framkvæmdastjóri og Ari Skúlason formaður stjórnar yfir þróun á stöðu Hlutfallsdeildar og viðvarandi halla hennar þrátt fyrir stöðuga og góða raunávöxtun undanfarin ár. Kom fram að vegna eðlis deildarinnar væri líklegt að öðru óbreyttu að núverandi halli myndi aukast jafnt og þétt þar til óhjákvæmilegt yrði að grípa til aðgerða innan fárra ára. Voru kynnt sjónarmið stjórnar um að skynsamlegt væri að huga að skerðingu strax og stöðva þannig sjálfvirka aukningu á hverju ári. Jafnframt yrði skoðuð útfærsla ákvæða í samþykktum sem aðlaga réttindi sjálfkrafa að tryggingafræðilegri stöðu á hverjum tíma.

Hér má sjá þær glærur sem farið var yfir á fundinum og fundargerð má sjá hér.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta