Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

27. september 2018

Lífeyrissjóður bankamanna stefnir aðildarfélögum og Íslenska ríkinu vegna Hlutfallsdeildar

Lífeyrissjóður bankamanna hefur birt aðildarfélögum Hlutfallsdeildar og Íslenska ríkinu stefnu vegna þess tjóns sem deildin hefur orðið fyrir í tengslum við ófullnægjandi uppgjör á skuldbindingum árið 1997.

Eins og kunnugt er hefur verið mikil óánægja meðal sjóðfélaga Hlutfallsdeildar um árabil þar sem uppgjörið hefur reynst ófullnægjandi og forsendur samkomulagsins þróast með öðrum hætti en ráð var fyrir gert í upphafi. Munar mest um lægri  lífeyristökualdur og mun meiri nýtingu á s.k. 95 ára reglu. Þannig hefur grundvöllur samkomulagsins raskast til tjóns fyrir sjóðfélaga - þrátt fyrir góða ávöxtun eigna á tímabilinu. 

Þessi forsendubrestur var staðfestur með matsgerð dómskvadds matsmanns í lok síðasta árs sem mat umfang hans á um 5,4 milljarða króna í lok árs 2015 m.v. þróun verðlags. Dómkröfur nú byggja að verulegu leyti á þessari matsgerð og er gerð krafa um að samkomulaginu frá 1997 sé breytt og viðbótargreiðsla innt af hendi. Auk þess er gerð krafa um að ábyrgð aðila á skuldbindingum deildarinnar verði endurvakin.

Þrátt fyrir ítrekaða tilraunir sjóðsins hefur ekki reynst vilji til viðræðna hjá aðildarfyrirtækjunum og ríkinu og því höfðar sjóðurinn nú dómsmál til að freista þess að rétta hlut sjóðfélaga,enda hafa sjóðfélagar Hlutfallsdeildar ítrekað ályktað á ársfundum að leita skuli allra lagalegra úrræða ef ekki næst samkomulag í málinu.

Stefnuna í heild sinni er að finna hér.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta