Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

19. september 2016

Lífeyrissjóður bankamanna leggur fram matsbeiðni vegna Hlutfallsdeildar

Mikil óánægja hefur verið meðal sjóðfélaga Hlutfallsdeildar Lífeyrissjóðs bankamanna um nokkurt skeið vegna forsendubrests á samkomulagi um breytingar á reglugerð sjóðsins sem tók gildi 1. janúar 1998. Samkomulagið var gert í tengslum við breytingu á rekstrarformi Landsbanka Íslands úr ríkisviðskiptabanka í hlutafélagabanka og fól í sér að ákvæði um ábyrgð aðildarfyrirtækja á skuldbindingum var fellt niður og hún gerð upp miðað við tilteknar tryggingafræðilegar forsendur. Var sjóðnum skipt upp og stofnuð svokölluð Hlutfallsdeild fyrir þá starfsmenn sem hófu störf fyrir 1. janúar 1998 og þá sjóðfélaga sem hættir voru störfum við breytinguna. Sjóðfélagar Hlutfallsdeildar telja að grundvöllur samkomulagsins hafi raskast verulega til tjóns fyrir lífeyrissjóðinn og sjóðfélaga. Voru réttindi sjóðfélaga í Hlutfallsdeild m.a. skert um 9,65% árið 2014, en eftir sem áður er tryggingafræðileg staða deildarinnar m.v. úttekt 2015 neikvæð um 2,6%.

Á síðasta ári námu lífeyrisgreiðslur Hlutfallsdeildar samtals 2.190 milljónum króna til alls 946 lífeyrisþega.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta