Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

19. desember 2014

3. tbl. Vefflugunnar er komið út

Í ritinu Vefflugan er að finna margvíslegan fróðleik um lífeyrismál.  Út er komið 3. tbl. Sjá nánar á vef Vefflugunnar: vefflugan.is

10. desember 2014

Réttindabreyting í Hlutfallsdeild

Fjármálaráðuneytið hefur nú með bréfi til Lífeyrissjóðs bankamanna, dags. 28. nóvember 2014, staðfest breytingar á samþykktum sjóðsins.  Réttindabreyting Hlutfallsdeildar kemur nú til framkvæmda og hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur frá og með janúar 2015.

14. október 2014

2. tbl. Vefflugunnar er komið út

Í ritinu Vefflugan má finna margvíslegan fróðleik um lífeyrismál.  Út er komið 2. tölublað. Sjá nánar á vef Vefflugunnar: http://vefflugan.is/

16. september 2014

Niðurstaða athugunar á lánveitingum Lífeyrissjóðs bankamanna til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Lífeyrissjóðs bankamanna til einstaklinga. Athugunin var framkvæmd á öðrum ársfjórðungi 2014. Að mati Fjármálaeftirlitsins eru lánveitingar lífeyrissjóðsins í samræmi við gildandi lög, fjárfestingarheimildir og lánareglur Lífeyrissjóðs bankamanna.

Sjá nánar á vef FME, slóð
http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/2133

13. maí 2014

Raunhæf dæmi um áhrif réttindabreytingar í Hlutfallsdeild

Seðlabanki Íslands bauð starfsmönnum sínum sem nú greiða iðgjöld til Hlutfallsdeildar sem og lífeyrisþegum til kynningar á áhrifum fyrirhugaðrar réttindabreytingar.  Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bankamanna flutti þar erindi og fór yfir glærur sem ættu að gagnast öllum sjóðsfélögum og lífeyrisþegum Hlutfallsdeildar til skilnings.   

28. mars 2014

Ársfundur 2014

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Icelandair Hótel Reykjavík Natura 26. mars 2014.

20. mars 2014

Uppgjör og ávöxtun ársins 2013

Uppgjöri sjóðsins fyrir árið 2013 er lokið.  Raunávöxtun Hlutfallsdeildar á árinu var 4,45% og Aldursdeildar 5,19%.

24. febrúar 2014

Tillögur til breytinga á samþykktum 2014

Fyrirliggjandi eru tillögur stjórnar Lífeyrissjóðs bankamanna til breytinga á samþykktum sjóðsins, sem lagðar verða fram á ársfundi sjóðsins þann 26. mars 2014.

Hér má skoða tillögurnar.


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta