Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

6. júlí 2017

Aukið framlag í lífeyrissjóð

Vakin er athygli á grein Ara Skúlasonar, varaformanns SSF, sem fjallar um samkomulag ASÍ og SA um breytingar á mótframlagi launagreiðenda og áhrif þess á félagsmenn SSF.

28. apríl 2017

Niðurstöður ársfundar 2017

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Icelandair Hotel Reykjavik Natura þann 26. apríl síðastliðinn og hófst kl. 17. Fundarstjóri var kjörin Hinrik Greipsson og ritari fundarins var Pálmi Rögnvaldsson. Fundargerð ársfundar verður aðgengileg hér innan skamms.

28. mars 2017

Ársuppgjör 2016

Ársuppgjör Lífeyrissjóðs bankamanna fyrir árið 2016 liggur nú fyrir og er ávöxtun deilda ólík og endurspeglar ólíka fjárfestingarstefnu þeirra. Hrein nafnávöxtun Hlutfallsdeildar nam 5,3% á árinu 2016 sem samsvarar 3,3% hreinni raunávöxtun samanborið við 4,5% á árinu 2015. Í Aldursdeild nam hrein nafnávöxtun 1,9% sem samsvarar -0,12% hreinni raunávöxtun samanborið við 7,8% á árinu 2015.

28. mars 2017

Lántökugjald sjóðfélagalána verður föst krónutala

Lántökugjald við töku sjóðfélagalána hjá Lífeyrissjóði bankamanna er föst krónutala, eða 52.500 kr. frá og með 28. mars.

21. mars 2017

Ársfundur 2017

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl næstkomandi kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Þingsal 2-3.

1. mars 2017

Upplýsingar um lífeyrismál á nýjum vef

Opnaður hefur verið nýr upplýsingavefur á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem finna má fjölbreyttar upplýsingar og fróðleik um allt sem tengist lífeyrismálum. Þá hafa Landssamtökin jafnframt opnað facebook síðu undir sama nafni.

23. febrúar 2017

Matsbeiðni staðfest af Hæstarétti

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá  12. janúar þar fallist var á beiðni Lífeyrissjóðs bankamanna um dómkvaðningu matsmanns. Íslenska ríkið hafði kært þann úrskurð og krafist þess að matsbeiðninni yrði hafnað en ekki var fallist á þá kröfu.

28. janúar 2017

Íslenska ríkið kærir úrskurð til Hæstaréttar

Þann 25. janúar s.l. barst Hæstarrétti kæra frá ríkislögmanni þar sem úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. janúar er skotið til Hæstaréttar, en í þeim úrskurði féllst Héraðsdómur á beiðni Lífeyrissjóðs bankamanna um dómkvaðningu matsmanns. 

12. janúar 2017

Matsbeiðni samþykkt

Í dag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þar sem fallist er á beiðni Lífeyrissjóðs bankamanna um að dómkvaddur verði matsmaður til þess að meta tiltekin atriði í tengslum við uppgjör á ábyrgð aðildarfélaga á skuldbindingum Hlutfallsdeildar frá 1998.

15. nóvember 2016

Lífeyrissjóðurinn leiðréttir lán vegna rangrar vísitölu

Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að leiðrétta þá hækkun á höfuðstól verðtryggðra sjóðfélagalána sem tekin voru á tímabilinu 1. maí til 31. október, meðan neysluvísitalan var rangt reiknuð af Hagstofunni vegna mistaka. Með þessu vill lífeyrissjóðurinn að eigin frumkvæði leitast við að tryggja að sjóðfélagar, sem tóku verðtryggð lán á umræddu tímabili, verði ekki fyrir tjóni vegna þessara mistaka Hagstofunnar.

Lífeyrissjóðurinn mun á næstu vikum, reikna út og greiða mismuninn inn á höfuðstól lánanna. Fyrirséð er að einhvern tíma mun taka að framkvæma leiðréttinguna en lántakendur munu fá tilkynningu um innborgunina þegar að henni kemur.

  


Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta