Beint á leiðarkerfi vefsins

Fréttir

22. júní 2018

Ný stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna

Ný stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna kom saman til fyrsta fundar í dag. Á fundinum var Ari Skúlason kjörinn formaður stjórnar og Ingólfur Guðmundsson kjörinn varaformaður.

23. maí 2018

Tryggingafræðilegar úttektir deilda - leiðrétt staða Hlutfallsdeildar

Fyrir liggja tryggingafræðilegar úttekir beggja deilda m.v. árslok 2017. Við lokafrágang á skýrslum um tryggingafræðilega úttekt kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað við fyrri útreikning tryggingafræðings sem leiddu til skekkju í tryggingafræðilegu endurmati skuldabréfaeignar Hlutfallsdeildar. Við leiðréttingu lækkar mat á tryggingafræðilegri stöðu Hlutfallsdeildar úr -5,25%  í -6,19%.

26. apríl 2018

Niðurstöður ársfundar 2018

Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Icelandair Hotel Reykjavík Natura þann 25. apríl slíðastliðinn og hófst hann kl. 17:15.

18. apríl 2018

Ársfundur 2018

Ársfundur 2018

12. apríl 2018

Frambjóðendur til stjórnar 2018

Framboðsfresti til stjórnar Lífeyrissjóð bankamanna lauk 11. apríl sl. og bárust átta framboð til aðalstjórnar innan frestsins. Á ársfundinum 25. april verður kosið um um  þrjá stjórnarmenn til næstu tveggja ára auk þriggja varamenna og bárust þrjú framboð til varastjórnar.

27. mars 2018

Ársuppgjör 2017 - góð markaðsávöxtun

Ársuppgjör Lífeyrissjóðs bankamanna fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og gekk rekstur sjóðsins vel á árinu. Hrein nafnávöxtun Hlutfallsdeildar nam 6,40% á árinu 2017 sem samsvarar 4,6% hreinni raunávöxtun samanborið við 3,3% á árinu 2016. Í Aldursdeild nam hrein nafnávöxtun 5,1% sem samsvarar 3,3% hreinni raunávöxtun samanborið við -0,12% á árinu 2016.


Þegar birt ávöxtun lífeyrissjóða er borin saman er mikilvægt að hafa í huga áhrif mismunandi aðferða sem beitt er við mat á skuldabréfum. Lífeyrissjóður bankamanna metur meirihluta skuldabréfa beggja deilda á afskrifuðu kostnaðarverði þar sem tekin tekin hefur verið ákvörðun um að halda bréfunum til gjalddaga. Væru þessi skuldabréf færð til eignar á markaðsverði væri bókfært verð þeirra 4.654 milljónum króna hærra í Hlutfallsdeild og 2.449,2 milljónum króna hærra í Aldursdeild og hrein eign til greiðslu lífeyris hærri sem því nemur. Að sama skapi væri reiknuð raunávöxtun umtalsvert hærri ef skuldabréf væru metin á markaðsverði, eða 8,2% í stað 4,58% í Hlutfallsdeild og 6,2% í stað 3,31% í Aldursdeild. 

30. desember 2017

Sjóðfélagalán með föstum vöxtum

Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að frá áramótum verði ný sjóðfélagalán veitt með föstum vöxtum sem haldast óbreyttir út lánstímann.

4. desember 2017

Matsgerð staðfestir forsendubrest

Lífeyrissjóður bankamanna (Hlutfallsdeild) hefur orðið af að minnsta kosti 3 milljörðum króna vegna uppgjörs árið 1997 sé miðað við raunþróun forsendna sem lágu uppgjörinu til grundvallar. Dómkvaddur matsmaður hefur skilað matsgerð um greiðslur aðildarfélaga Eftirlaunasjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans (nú Lífeyrissjóðs bankamanna) vegna samkomulags frá árinu 1997 um uppgjör ábyrgðar þeirra á skuldbindingum lífeyrissjóðsins, sem gert var vegna fyrirhugaðrar hlutafjárvæðingar ríkisbankanna.

6. júlí 2017

Aukið framlag í lífeyrissjóð

Vakin er athygli á grein Ara Skúlasonar, varaformanns SSF, sem fjallar um samkomulag ASÍ og SA um breytingar á mótframlagi launagreiðenda og áhrif þess á félagsmenn SSF.

Lífeyrismál
Lánareiknivél
Launagreiðendavefur
Sjóðsfélagavefur
Gott að vita

Hlutverk sjóðsins.

Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð  stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.


Opnunartími

Opnunartími 9:15 - 16
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Skoða á korti >>

Toppmynd


Stjórnborð

Texti í sjálfgefinni stærð Texti í miðlungs stærð Texti í stórri stærð Hamur fyrir sjónskerta