
Fréttir
28. apríl 2022
Niðurstöður ársfundar 2022
Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 27. apríl slíðastliðinn og hófst hann kl. 17:00.
19. apríl 2022
Frambjóðendur til stjórnar
19. apríl 2022
Tillögur til breytinga á samþykktum fyrir ársfund 2022
28. mars 2022
Góð ávöxtun Aldursdeildar og jákvæð tryggingafræðileg staða
Hrein nafnávöxtun Aldursdeildar var 16,01% á árinu 2021 sem samsvarar 10,64% raunávöxtun samanborið við 7,71% raunávöxtun á fyrra ári. Hjá Hlutfallsdeild, sem býr við mun lægra áhættustig, var hrein nafnávöxtun 9,35% sem samsvarar 4,30% raunávöxtun samanborið við 3,54% raunávöxtun á fyrra ári. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar hjá Aldursdeild er 6,3% síðustu 5 ár og 4,0% hjá Hlutfallsdeild.
13. desember 2021
Dómsmáli áfrýjað til Landsréttar
Lífeyrissjóður bankamanna hefur áfrýjað til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sjóðsins gegn aðildarfyrirtækjum og íslenska ríkinu vegna samkomulags um uppgjör ábyrgðar á skuldbindingum Hlutfallsdeildar í aðdraganda hlutafélaga- og einkavæðingar Landsbankans 1998. Að mati sjóðsins er uppgjörið ósanngjarnt, forsendur þess hafa brostið og vegna þessa hafa gagnaðilar auðgast á kostnað sjóðsins og sjóðfélaga.
12. nóvember 2021
Héraðsdómur sýknar aðildarfyrirtæki og íslenska ríkið af kröfum Lífeyrissjóðs bankamanna
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag aðildarfyrirtæki og íslenska ríkið af kröfum Lífeyrissjóðs bankamanna vegna Hlutfallsdeildar.
2. nóvember 2021
Lífeyrissjóður bankamanna eykur grænar fjárfestingar
Lífeyrissjóður bankamanna hefur, ásamt 12 öðrum íslenskum lífeyrissjóðum, skrifað undir viljayfirlýsingu gagnvart alþjóðlegu samtökunum Climate Investment Coalition (CIC) um stórauknar fjárfestingar í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.
27. maí 2021
Niðurstöður ársfundar 2021
Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 26. maí síðastliðinn og hófst hann kl. 17:00. Fundarstjóri var kjörinn Hinrik Greipsson og ritari fundarins var Pálmi Rögnvaldsson.
17. maí 2021
Tillögur til breytinga á samþykktum fyrir ársfund 2021
Hlutverk sjóðsins.
Lífeyrissjóður bankamanna hefur það hlutverk að sjá sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum fyrir lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er sjálfstæð stofnun með eigin stjórn og undir opinberu eftirliti, eins og aðrir lífeyrissjóðir landsins. Deildir sjóðsins eru tvær, Hlutfallsdeild og Aldursdeild. Allir starfsmenn aðildarfyrirtækja sjóðsins, sem náð hafa 16 ára aldri, skulu vera sjóðfélagar og greiða iðgjöld til sjóðsins meðan þeir starfa hjá viðkomandi fyrirtæki.
Opnunartími
Opnunartími
Mán - fim: kl. 9:00 - 16:00
Föstudagar: kl. 9:00 - 15:00
Lífeyrissjóður bankamanna
Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Skoða á korti >>